dbramante1928: Efni og umhirða

Leður frá dbramente1928

 

Það fyrsta sem þú þarft að vita er að leður er ekki það sama og leður.

 

Full-grain leður er hæsti gæðaflokkur leðurs. Dbramente1928 notast aðeins við efsta og jafnframt sterkasta lag skinnsins, sem er einstaklega endingargott og því fullkomið fyrir gæðavörur þeirra; töskur og fylgihluti, sem endast alla ævi.

 

 

 

HVAÐ ER FULL-GRAIN LEÐUR?

Náttúrulegt leður sem ekki hefur verið slípað, pússað eða unnið á annan hátt til að fjarlægja misfellur er kallað fullkorna leður (full-grain leather). Það er endingarbesta leðurtegundin þar sem hún inniheldur þykkasta lag húðarinnar, þar sem hárið vex, og andar því vel auk þess sem það hefur fráhrindandi eiginleika gagnvart vatni. Með tímanum veðrast leðrið og fær fallega og einstaka áferð. Þær vörur sem þurfa að þola mikið slit, á borð við töskur, endast lengur ef þær eru gerðar úr fullkorna leðri.

 


 

 

TOP-GRAIN LEÐUR

 

Næstbesta tegund leðurs, gæðalega séð, er top-grain leður. Það er næstum það sama og full-grain leður, en top-grain leður er unnið þannig að efsta lagið er slípað eða pússað af til að fjarlægja lýti og misfellur en skilur eftir slétt og einsleitt yfirbragð. Þá er efsta lagið lakkað til að varðveita fallegt útlit, sem útskýrir hvers vegna top-grain leður veðrast síður með tímanum og verður því ekki fallegra með notkun líkt og vörur dbramante1928.

Gallinn við það að slípa náttúrulega kornið í leðrinu er sá að slípunin fjarlægir sterkustu trefjarnar í leðrinu. Einnig hafa vörur framleiddar úr top-grain leðri ekki jafnlangan líftíma og þær sem eru framleiddar úr full-grain leðri.

 

SPLIT LEÐUR

Split leður er búið til úr afgangslögum húðarinnar við vinnslu á top-grain og full-grain leðri. Til að vernda þessa tegund leðurs er yfirborðið lakkað til að gefa því útlit sem líkist top-grain leðri og til að vernda það gegn sliti. Ósvikið leður (genuine leather) fellur í þennan flokk.

 

PU LEÐUR

PU leður er SPLIT leður sem hefur verið lakkað með pólýúretan (PU) húðun til að láta það líta út eins og top-grain leður. Venjulega hefur þessi leðurtegund gljáandi yfirborð og mjög stuttan líftíma.

 

Ef þú ert að leita að leðri sem endist alla ævi - og verður fallegra með tíma og notkun - þá er full-grain leður fyrir þig!

  

Umhirða full-grain vörunnar þinnar

 

Þegar þú hefur keypt full-grain leðurvöru frá dbramante1928, viljum við að þú verðir jafnánægð/ur með hana eftir tíu ár og þú ert í dag. Leður er náttúrulegt og þar sem það er lífrænt efni þarf að bera á það leðurfeiti einstaka sinnum til að það eldist sem best.

Beautiful patina developed on dbramante1928 products

VEÐRUN/PATINA

 

Þar sem varan þín er unnin úr hágæða náttúrulegu full-grain leðri mun útlit hennar breytast með notkun – nokkuð sem leður í lægri gæðaflokkum gerir ekki. Með tímanum munu rispur náttúrulega mýkjast og leðrið veðrast fallega, nokkuð sem gerir leðurtöskuna þína enn sérstakari. Þetta er ekki eitthvað sem ætti að forðast heldur er hluti af náttúrulegu öldrunarferli sem gerir töskuna enn sérstakari.

 

ALMENN UMGENGNI

 

Besta umhirðan felst í forvörnum, svo gullna reglan er að hugsa reglulega um leðrið. Leður er viðkvæmt fyrir fitu og olíum, þannig að best er að forðast það að vörur þínar komist í tæri við vatn, olíu, förðunarvörur og lituð efni (t.d. gallabuxur). Hreinsaðu og nærðu leðrið reglulega með því að bera þunnt lag af leðurfeiti jafnt á leðrið (passaðu vel að nota þunnt lag svo ljós litur dökkni ekki um of). Með slíkri meðhöndlun viðheldur þú endingartíma og gæðum vörunnar enn lengur. Þá er einnig mælt með að halda vörunni hreinni og ekki hafa hana í beinu sólarljósi.

 

 

Care of your product

 

ÞRIF

 

Þú þarft að vera meðvitaður/meðvituð um að hreinsun leðurs gæti haft áhrif á lit þess. Ef þú velur að þrífa vöruna skaltu nota hreinan klút með volgu vatni og mildri sápu til að hreinsa leðrið varlega. Ef átt er við erfiða bletti skaltu nota leðurhreinsiefni með mjúkum og hreinum klút og fylgja leiðbeiningum framleiðanda.