Sophie Amalienborg - svört
Sophie Amalienborg-taskan frá dbramante1928 er hugguleg og þægileg, hönnuð með þarfir nútímakonunnar í huga. Taskan er úr mjúku fullkorna leðri (full-grain leather), með vönduðum og vel skipulögðum hólfum og bólstruðum vasa fyrir allt að 15" fartölvu. Hún er rennd að ofan og í henni er áfast innra veski þar sem þægilegt er að nálgast litlu hlutina sem þú þarft á að halda daglega.
Hér er um að ræða tímalausa hönnun frá dbramante1928 og tösku sem verður fallegri með notkun.
Tveggja ára framleiðsluábyrgð.
Upplýsingar um vöru:
Mál: H37 x B47.5 x D10.5cm
Þyngd: 1.25kg